Solidarity Day with Ukraine in Harpa Concert Hall

  • 17:30—18:00 Maxímús Músíkús býður til fjölskyldustundar með Dúó Stemmu.
  • 18:00—18:20 Mikolaj Ólafur Frach, píanóleikari flytur Sónötu í b-moll op. 35 eftir Chopin.
  • 18:20—18:40 Violetta: Alexandra Chernyshova, sópran og Rúnar Þór Guðmundsson, tenór flytja söngdagskrá ásamt Helga Má Hannessyni píanóleikara.
  • 18:40—19:00 Blásarahópur Sinfóníuhljómsveitar Íslands leikur dægurperlur.
  • 19:00—19:20 Íslenska óperan: Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran og Elena Postumi píanóleikari.

Harpa býður börnum og fjölskyldum þeirra á gagnvirku sýninguna Hringátta / Circuleight milli kl. 18-19, gestum að kostnaðarlausu. Hljóðhimnar, barna- og fjölskyldurýmið, verður opið lengur þennan dag eða til kl. 19:00 og sem fyrr er aðgangur gjaldfrjáls. Hljóðhimnar er upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur þar sem hægt er að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna á einstakan hátt.