Næstkomandi sunnudag þann 13. mars verður opinn markaður þar sem allur ágóði mun renna til styrktar úkraínsku þjóðarinnar.
Viðburðurinn er opinn öllum sem vilja styrkja og styðja úkraínsku þjóðina og heyra umræður um stöðu mála í Úkraínu í dag.
Boðið verður upp á opnar viðræður við íslenska stjórnmálafræðinga, sagnfræðinga og fólk sem hefur beina reynslu af stjórn Pútíns.
Við bjóðum listamönnum, handverksfólki, hönnuðum, kokkum og ÖLLUM sem vilja taka þátt.