Mars samstöðu með Úkraínu - Sunnudagur 13.03

Í 2.5 viku hafa hugrakkir borgarar Úkraínu varist árás forseta Rússlands, Vladimir Putin.

Þrátt fyrir æðri hermátt hefur Rússlenska hernum mistekist að ná yfirráðum á Kænugarði (Kyiv) né forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky.

Ísland styður fólkið í Úkraínu með því að senda mannúðaraðstoð og taka við flóttafólki þaðan.

Á sunnudaginn hittumst við klukkan 13:00 og göngum frá Skólavörðustíg 45 í gegnum miðbæ Reykjavíkur og að Rússlenska sendiráðinu, Túngötu 23, þar sem mótmælin verða.

Rússar og Úkranar sem búa á Íslandi, og einnig fulltrúar annara landa, munu halda ræðu í mótmælunum.

Þeir munu deila með okkur þeirra hugmyndum hvernig hægt er að aðstoða Úkraínu, reynslu þeirra, og nýjustu fréttir frá stríðinu.